Aníta & Elmar - Brúðkaup - Header

Við vorum með gjafaleik fyrir ekkert svo löngu síðan þar sem við gáfum stóra brúðkaups pakkann okkar. Vinningshafinn sem var dreginn út ákvað að gefa Anítu og Elmari vinninginn og mynduðum við því brúðkaupið þeirra í júlí þegar þau játuðust hvort öðru.

Við vorum heima hjá Anítu við undirbúning í heimahúsi þeirra hjóna og fengum að vera flugur á vegg þar og mynda það sem gekk á.

Athöfnin sjálf var svo í Selfosskirkju og veislan í gífurlega fallegum sal í Fákaseli, þar sem við höfðum aldrei komið áður en munum klárlega mæla með hér eftir.
Birtan þarna inni var töfrum líkust og myndaðist verulega kósý tilfinning þegar sólin skein í gegnum gluggatjöldin. Klárlega staður þar sem sumarbrúðkaup ná að njóta sín.

Við viljum endilega deila með ykkur nokkrum myndum af deginum sem við vorum svo heppin með að fá að deila með þessu yndislega pari.