Sóley & Oddur

Brúðkaup með þema

Eitt frumlegasta brúðkaup sem við höfum farið í um ævina, hvað þá myndað, hlýtur að vera brúðkaup Sóleyjar og Odds sem við mynduðum í fyrra sumar.
Þar var að finna allskonar fólk og meira að segja ork! Þetta á sér allt útskýringu, jú þetta var þema brúðkaup.
Málið er að bæði brúðhjónin eru partur af LARP (en. Live Action Role Playing) hóp og var brúðkaupið með miðaldarþema.

Ekki bara var orkur þarna, heldur voru álfar, sjóræningjar, konungur og drottning!

Sóley & Oddur

Brúðkaupið átti sér stað á heimili foreldra Sóleyjar, að Borgarholti rétt utan við Akranes. Blautt var í veðri og rigndi lítillega þegar brúðurinn gekk úr húsi foreldra sinna niður í teymingarhöll þeirra á lóðinni.

Seinna var haldinn fordrykkur og forréttir voru smakkaðir í tjaldi fyrir utan salinn, en salurinn sjálfur var í aðal húsinu sem var sambyggt teymingarhöllinni.

LARP krakkarnir nutu sín fyrir framan myndavélina og fólk var mjög glatt þegar sólin ákvað að stinga sér milli skýjanna og deila með okkur hitanum og ljósi sínu.

Tilfinningaríkt brúðkaup

Sóley & OddurÞað er þess virði að minnast á að Axel hefur myndað mörg brúðkaupin, en það var í fyrsta skipti sem hann felldi tár einmitt í þessu brúðkaupi.
Þegar brúðurin fór á sviðið og söng fallega til eiginmannsins síns, þá skyndilega sá Axel ekkert í gegnum myndavélina. Furðu lostinn skildi hann ekkert í þessu og tók hana frá augunum, haldandi að linsan væri ekki að fókusa. En þá kom bara í ljós að hann var með “vota sjón” sökum þess hve fallegt þetta augnarblik var.

Svipmyndir

Okkur langar endilega að deila með ykkur og rifja upp þennan yndislega dag með nokkrum myndum. Njótið vel.