Sylvía & Ragnar - Hringar wide

Sylvía FörðunSíðasta sumar vorum við að mynda ansi skemmtilegt brúðkaup, þegar Sylvía og Ragnar voru gefin saman að sið Ásatrúar.

Við byrjuðum að mynda Sylvíu þegar hún var í förðun heima hjá sér og hún sagði okkur frá því að þegar hún sá fyrst kjólinn sem varð fyrir valinu í athöfninni sagði hún að hún væri klárlega ekki Disney prinsessa og að blár kjóll myndi *aldrei* ganga upp. Hún ætlaði sko alls ekki að máta hann! En viti menn, fyrir einskæra tilviljun (og kannski smá pressu) ákvað hún að máta hann og þá var ekki aftur snúið.

Eldrautt hárið og blái litur kjólsins áttu svo vel saman að úr varð þetta drauma combo.

Sylvía & Ragnar - SímavesenÍ athöfninni gekk allt vel fyrir sig nema hvað að brúðhjónin höfðu skrifað til hvors annars eið og voru með á snjallsímunum sínum. Brúðurinn hafði vit á því að hafa þetta tilbúið og sló ekki feilpúst í athöfninni en smá töf varð á, eða eins og brúðguminn sagði: “smá tæknilegir örðuleikar” þegar netsamband síma hans var það dræmt að það tók nokkrar mínútur að sækja skjalið af netinu til að lesa upp.

En á endanum náðist þó samband og hann gat lesið sinn eið fyrir framan alla og þau játuðust svo að lokum og drukku úr horni til að innsigla athöfnina.

Nú langar okkur að nýta tækifærið og rifja upp daginn þeirra með nokkrum vel völdum myndum.