Kerlingafjöll

Við erum búin að vera að keyra tilraun með vel völdum vinum sem myndu ekki teljast undir það að vera áhrifavaldar (influencers) á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum og sú tilraun hefur gengið vel. Við vildum sjá hvort það væri munur á gæðum og áhrifum mynda sem teknar eru notendum sjálfum með símum eða myndavélum og svo þeim myndum sem við tökum af þeim fyrir þau.

Staðreyndin er sú að það var stór munur á gæðum mynda þó að samfélagsmiðlar minnki og oft “skemmi” myndir með þjöppun fyrir sinn platform. En áhrifin voru ekki lengi að láta bíða eftir sér. Hver aðili sem var með okkur í tilrauninni fékk strax athugasemdir um gæði og hversu fljótt myndir gripu athygli á viðkomandi samfélagsmiðli. Þetta styrkti okkur í þeirri trú að þessi nýja vara okkar væri góð og myndi ná áfram.

Við kynnum því nýja vöru hjá okkur, áhrifavaldapakkann.

Í honum er myndataka tvisvar í viku á mánuði, fimm unnar myndir úr hverri töku. Verðið á pakkanum er 50.000.- kr og er hugsað sem áskrift en ekki stök myndataka. Þar sem þetta er áskrift eru ekki mörg sæti laus og því verður þessi pakki afgreiddur með “fyrstur kemur, fyrstur fær”.