Föstudags5-logo

Við elskum að fá litla orkubolta í stúdíóið til okkar en líklega kannast allir við það að þessi litlu grey geta auðveldlega orðið þreytt og pirruð þegar þau eru sett í aðstæður sem þau skilja ekki alveg. Hér eru fimm hlutir sem þú getur gert til þess að auðvelda tökuna fyrir litla gullið þitt.

Snarl og safi

Börn eiga oft erfiðara með að kljást við nýjar aðstæður þegar þau eru ekki svöng, endilega hafðu með eitthvað smá snarl og eitthvað að drekka.

Uppáhalds dót

Gott er líka að taka með uppáhalds dótið eða bangsa, eitthvað til þess að þeim leiðist ekki. Barni sem leiðist og er lokað inni í litlu stúdíói langar bara að fara. Svo er líka bara ekkert að því að hafa lítinn sætan bangsa eða uppáhalds dót með á mynd.

Byggja upp spennu

Ef barnið er nógu gamalt getur líka hjálpað að útskýra fyrir því hvað er verið að gera og jafnvel byggja upp smá spenning fyrir tökunni. Það getur verið erfitt að vera á ókunnum stað með ókunnu fólki og eiga stilla sér upp en skilja ekkert hvað er að gerast. Bara það eitt að vita hvað er í gangi getur fyrirbyggt pirring og gremju og gert skemmtilegt það sem annars væri erfitt og leiðinlegt.

Vera úthvíld

Þreyta getur átt mikinn þátt í að ergja börn og því mikilvægt að þau fái nægan svefn og komi frekar fyrri hluta dags áður en þau verða þreytt. Ef um mjög ungt barn er að ræða er gott að panta tíma sem passar upp á að vera rétt eftir lúr tíma barnsins.

Auka fatnaður

Alltaf er mælt með að komið sé með viðbótar fatnað til skipta til að hafa fleirra en eitt útlit / þema á myndun, en svo getur líka allt gerst, þau sulla yfir sig, rífa fötin sín eða reka sig í eina málingar blettinn í fimm kílómetra radíus. Þess vegna mælum við alltaf með því að taka með auka föt, bara svona til öryggis.
Svo má ekki gleyma að hafa þægileg föt líka þegar tökunni er lokið fyrir heimferðina.