Föstudags5-logo

Myndataka getur verið skrítin athöfn, það eru ekki allir sem eru vanir því að fara fyrir framan ókunnugan aðila og brosa sínu fallegasta brosi fyrir myndavélina.
Í dag ætlum við að fara yfir fimm hluti sem geta gert myndatökuna þína skemmtilegri og eftirminnilegri.

Gerðu þér dag úr þessu

Já, þú last rétt! Gerðu þér dag úr þessu. Taktu daginn frá og byrjaðu að dekra við þig með slakandi baði, andlitsmaska og/eða einhverju öðru sem þér dettur í hug.

Leikmunir og fatnaður

Hafðu með þér leikmuni eða aukahluti. Fáðu fleirri útlit í tökunni.
Hattur, göngustafur, greiða, bursti, skegg greiða. Ekkert er of skrítið til að taka með (eða næstum því), um að gera að prófa sama hversu kjánalegt það megi virðast.

Tónlist til að hlusta á

Áttu þér uppáhalds tónlist, tónlistarmann eða jafnvel playlista á Spotify? Láttu okkur vita og við skellum því á fóninn með glöðu geði.
Hví ekki að byrja bara núna að setja saman í playlista á Spotify fyrir þitt grúv í myndatökunni? Við erum með fínerís hátalara sem er bæði hægt að tengjast við og biðja okkur um að spila í gegnum fyrir þig.

Hafðu með vin/vinkonu

Góður vinur getur gert kraftaverk var sungið hér í den. En þeir geta líka hjálpað þér í nýjum og skrítnum kringumstæðum sem þú ert ekki vanur/vön. Svo getur líka oft myndast einhver fíflagangur sem veldur því að við náum að festa alvöru bros á mynd, þau eru alltaf betri en þessi gervibros sem oft vilja vera á okkur.

Skoðaðu myndirnar ekki ein(n)

Þegar myndatakan er búin og þú ert búin(n) að fá myndirnar afhendar, skoðaðu þær þá með einhverjum. Það er alltaf skemmtilegra að skoða með öðrum og fá þeirra álit, það kemur flestum á óvart að heyra það frá öðrum að maður líti vel út. Gerðu þér þann greiða.