Föstudags5-logo

Photoshop er eins og flestir vita gríðarlega öflugt verkfæri og hægt er að laga þar flest. En það er hinsvegar oft ekki fullkomið og alltaf betra að geta gert vel í tökunni sjálfri.

Hér eru fimm atriði sem geta gert myndirnar enn betri, með smá undirbúning.

Hugsa um húðina

Góð húð umhirða sést, gott er að bera vel á sig daginn áður og jafnvel nota maska og/eða skrúbb til þess að losna við dauða húð og þurrkabletti.

Hugsa um varirnar

Ekki spara varasalvann, það bæði lítur vel út og þér líður betur. Bros einstaklings sem líður vel er alltaf einlægara og geislar meira.

Hár umhirða

Ef þú plokkar augabrúnir, rakar skegg eða á annann hátt snyrtir eða fjarlægir hár af andliti eða annarsstaðar þar sem það sést getur verið gott að gera það stuttu fyrir töku svo þú sért uppá þitt allra besta og myndirnar séu nákvæmlega eins og þú vilt hafa þær.
Varast þó að fara varlega í það til að það myndist ekki bólur eða inngróin hár. En í versta falli er hægt að laga slíkt eftir á.

Vera úthvíld(ur)

Baugar undir augunum er nokkuð sem flestir kannast við og getur verið óskemmtilegt fyrirbæri. Góð leið til að fyrirbyggja það er góður nætursvefn og ef það bregst er mjög vinsælt að setja kælipoka á augnsvæðið til þess að draga úr bólgu og lýsa svæðið.

Huga að fatnaði

Passaðu að fötin sem þú ætlar að nota í myndatökunni séu hrein og ekki öll úti í hárum, ryki og blettum. Lausir þræðir eiga það líka til að stríða fólki svo það getur líka verið gott að hafa í huga.