Föstudags5-logo

Föstudags fimman er dálkur þar sem við teljum upp fimm atriði sem okkur finnst sniðug eða fyndin og deilum með ykkur hér á síðunni hjá okkur.
Í föstudags fimmunni þessa vikuna förum við yfir fimm hugmyndir fyrir brúðhjón til að gera brúðkaupsdaginn enn betri.

Ilmvatn og Rakspíri

AftershaveKaupið ykkur nýtt ilmvatn eða rakspíra sem þið hafið aldrei notað áður, alltaf þegar þið notið það eftir brúðkaupsdaginn munið þið enn betur frá honum. Tilvalið að nota á brúðkaupsafmælum ykkar.

Margir fá sterkari minningar þegar það er búið að tengja það við lykt, aðrir við áferð eða jafnvel bragð.
Finnið það sem örvar minnið ykkar og notið það til að auka gleðina seinna til að rifja upp. Tölum ekki um þegar þið farið í gegnum fallega myndabók af brúðkaupinu ykkar.

Engin sími

No PhoneEkki hafa símann á þér, fáðu vinkonu / vin til að geyma símann á sér á silent / víbring og skima símtöl til þín á brúðkaupsdaginn.
Njóttu frelsis og léttu skapið þennan dag.

Það gerir ótrúlega mikið að taka í burtu þennan annars nánast ómissandi aukahlut í okkar lífi, sér í lagi á dögum þar sem áreiti getur gert útaf við mann. Taktu þér smá frí frá símanum.

Auka tími

KlukkaPlanið og takið smá tíma bara fyrir ykkur tvö milli athafnar og veislu, þó ekki sé nema í 10-15 mínútur. Bara anda rólega og dást að hvort öðru vitandi að þið séuð búin að játast hvort öðru.

Það gerir ofboðslega mikið fyrir ykkur að hafa þessa smá stund útaf fyrir ykkur bara til að ná smá jafnvægi.

Nægur tími í myndatöku

Antique Clock Pocket Watch Nostalgia Old TimeÞetta er því miður eitthvað sem við sjáum mikið af, fólk gefur sér ekki nægilega mikinn tíma fyrir myndatöku þegar uppstilltar myndir eru teknar milli athafnar og veislu. Sumir hafa rétt ráðstafað 15-20 mínútum og vona það besta.

Réttara væri að gera ráð fyrir allavega klukkustund. Oft þarf að keyra smá spöl til að fara á þann stað sem myndatakan á að fara fram. Svo er ekkert voða gaman að sjá sig einhverjum árum síðar, í stresskasti á myndunum. Taktu því frekar rólega, gefðu þér meiri tíma og njóttu myndatökunnar.

Sinnið hvort öðru

Það vill oft gleymast aðeins í þeim þeytingi sem lífið fer í þegar brúðkaup er haldið, að hugsa um hvort annað eins og þið gerið vanalega.
Takið ykkur tíma til að hlúa og styðja hvort annað enn meira en annars, það gerir upplifunina enn betri og minningarnar enn sætari.

Hjarta