Föstudags5-logo

Föstudags fimman er dálkur þar sem við teljum upp fimm atriði sem okkur finnst sniðug eða fyndin og deilum með ykkur hér á síðunni hjá okkur.
Í föstudags fimmunni þessa vikuna förum við yfir fimm skrítnustu hlutina sem við erum með í töskunum okkar sem ljósmyndarar.

Eldflaug og tannburstahulstur

Eyelead Gel StickEða já, kannski ekki alveg. Rakettan okkar er til að blása ryki framan af linsum og sensornum í myndavélunum hjá okkur.

Við höfum oft fengið spurninguna: “Af hverju ertu með tannbursta með þér?”, en þá er það bara hulstrið sem verndar gelstöngina okkar sem við notum svo þegar rykið er of mikið á sensornum og við náum ekki að blása því af. Ekki viljum við hafa dökka bletti á myndunum sem við tökum er það?

Límrúllubursti

LímrúlluburstiÞað vill enginn hafa ryk eða kusk á fallegum kjól, jakkafötum eða öðrum fötum.
Við reynum alltaf að hafa með okkur límrúllubursta til að taka af það sem sést og halda yfirborðum hreinum, td. borðum.

Blautþurrkur

BlautþurrkurÞað er merkilega oft sem þarf á blautþurrku að halda, það er oft sem einhver er með eitthvað í framan sem ekki á að vera þar.
Sumir eru gráðugri en aðrir þegar kemur að mat og vantar oft smá aðstoð við að þrífa upp eftir sig og jafnvel sig sjálfa. Þá eigum við aðallega við börnin, en einstaka fullorðin einstaklingur lendir þó í þessu líka.

Hleðslubankar

MI PowerbankHleðslubankar eru ómissandi þegar við erum að nota öll okkar rafmagnstæki.
Myndavélar, símar, spjaldtölvur og ýmis smátæki. Allt getur þetta klárað rafmagnið á sinni rafhlöðu, stundum gleymist að hlaða eitthvað í því stressi sem fylgir því að vera brúður eða brúðgumi í aðdraganda brúðkaupsdagsins. Þá er gott að geta skellt smá á tækið með hleðslubanka sem við erum með á okkur.

Snarl eða sælgætispoki

JellybeansTökudagar geta verið langir, bæði fyrir okkur og viðskiptavini okkar. Brúðkaup eru oftast erfiðust fyrir alla sem eiga í hlut og þá er gott að eiga smá gotterý til að fá smá orku. Við notum það sjálf og gefum okkar viðskiptavinum þegar við sjáum að andinn er aðeins farinn að síga.
Einnig er það alltaf vinsælt hjá yngstu módelunum að fá gott í verðlaun fyrir að hafa staðið sig vel.