Föstudags5-logo

Föstudags fimman er dálkur þar sem við teljum upp fimm atriði sem okkur finnst sniðug eða fyndin og deilum með ykkur hér á síðunni hjá okkur.
Í föstudags fimmunni þessa vikuna langar okkur að minnast á fimm atriði sem þú getur notað til að gera brúðkaupið þitt vistvænna en ella.

Gerðu confetti úr laufblöðum og blómum með gatara

Punch hole leaf confetti

Það þarf ekki að vera með hrísgrjón eða plast confetti sem margir nota, ekki bara er það slæmt fyrir náttúruna heldur fer það illa í fugla sem sækja oft í þetta sem fæði.
Að nota gatara til að gata laufblöð og blóm er frábær leið, þó það taki eina kvöldstund eða svo, til að gera þitt fyrir náttúruna og dýralífið í kring um okkur. Þetta er 100% náttúruvænt og þú þarft ekkert að pæla í að þrífa upp sé ekki beðið um það af staðnum sem veislan fer fram, þar sem þetta brotnar eðlilega niður í umhverfinu.

Passa þarf þó að plantan sem er notuð sé ekki eitruð fyrir einhver dýr, td. má minnast á að jólarós er eitruð hundum og köttum.

Gefðu eða seldu skreytingar áfram

Brúðkaup skreytingÞað er of oft sem við notum skreytingar í eitt skipti og svo er losum við okkur við þær.
En það er til betri leið, að gefa áfram eða selja ódýrt er góð leið til að tryggja að við séum ekki partur af vandamálinu heldur lausninni.
Margt sem við notum til að skreyta salinn, bílinn eða jafnvel athöfnina er hægt að nota aftur og aftur.

Leigðu frekar en að kaupa

BrostuVið föllum oft í þá gryfju að vilja bara það nýjasta og besta og flottasta og sætasta. En stundum er alveg nóg að leigja hluti frekar en að kaupa þá.
Vissir þú að það eru til fyrirtæki hér á landi sem leigja út skreytingar á borð, í sali og slíkt?
Hvers vegna ekki að prófa að líta á úrvalið hjá þeim frekar en að kaupa þitt eigið sem er svo bara notað einu sinni og búið.
Við gerum okkur hinsvegar vel grein fyrir því að kjóllinn er oftast ekki sá hlutur sem neinn vill hafa notaðann.

Rafbíll í stað bensínháks

Nú eru rafbílar orðnir mun algengTesla Model Sari en áður og því orðið mikið betra aðgengi að þeim.
Flestir í dag þekkja einhvern sem á rafbíl. Hvers vegna ekki skipta út gamla bensín háknum sem þú varst búin að plana að nota og fá frekar lánaðann rafbíl?

Forðumst plast, notum endurunninn pappír

Recycle paperVið verðum að vera dugleg öll sömul og minnka notkun okkar á plasti, í flestum tilvikum er hægt að finna aðra útgáfu af því sem nota á, bara úr endurunnum pappír/pappa.
Ertu viss um að þú sért búin að skoða allar útgáfur í boði í staðin fyrir plastið?

Fleirri hugmyndir?

Ef þú ert með fleiri hugmyndir og langar að deila því með okkur, settu comment undir færsluna á Facebook hjá okkur hér.
Við erum alltaf til í að koma frekari upplýsingum áfram.