Mánudagsviðtalið

Í mánudagsviðtalinu þessa vikuna tökum við fyrir síðasta aðilann sem myndar þriðjung af CREO, Sunnu Lind Adessa.

Hver er Sunna Lind?

Adessa Portrait 1x1Ég er 28 ára brosmild mær sem fæddist í vesturbæ Reykjavíkur en hef búið nánast alla mína ævi í Grafarvogi.

Sama hvað gengur á er alltaf stutt í brosið og hlátrinn sem mér skilst að smitar aðra í kring um mig.

Á hvað leggur þú áherslu í þínu starfi hjá CREO?

Að verða besta útgáfan af sjálfri mér og ná að sinna kúnnum okkar á þann máta sem þeir eiga skilið.

Hver eru þín helstu áhugamál?

Förðunina sjálfa hef ég mestan áhuga haft á frá því ég var smástelpa og fátt annað komist að. En ég held líka mikið upp á tónlist og körfubolta.
Einnig hef ég leikið mér að skrifa ljóð á ensku í gegnum tíðina.

Hver er draumurinn?

Að ná sem mestum árangri í förðuninni, fá góða reynslu undir beltið og ná langt með CREO ásamt því að eiga gott orðspor á mér í förðunar heiminum.

Búnaður og slíkt, hvað notar þú?

Ég nota mest vörur frá MAC þar sem ég hef besta reynslu af því merki. Þegar ég lærði á sínum tíma voru notaðar vörur frá Make Up Forever sem eru hinsvegar ekki lengur fáanlegar hér á landi.

Eitthvað að lokum?

Já, ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem okkur hjá CREO berast sama hversu krefjandi þau eru. Við erum dúndur hópur sem vinnur vel saman og ég hlakka gríðarlega til að allir fái að sjá það og njóta afraksturs samvinnu okkar.