Mánudagsviðtalið

Í mánudagsviðtalinu þessa vikuna tökum við fyrir einn þriðja af CREO, hana Svanfríði Sunnu.

Hver er Svanfríður?

Sunna Portrait 1x1Ég heiti Svanfríður en er oftast kölluð Sunna og er fædd í Svíðþjóð en hef búið hér á landi frá því ég var ungabarn

Ég hef búið mest alla mína ævi í Reykjavík og þá einna helst í Grafarvogi, en bý núna með unnusta mínum honum Axel hér á Akranesi þar sem við erum búin að hreiðra um okkur og ætlum okkur ekkert að fara í bráð.

Ég er alger listaspíra og elska að læra nýja hluti og er eiginlega svolítill nörd.

Á hvað leggur þú áherslu í þínu starfi hjá CREO?

Ég hef rosalega gaman af því að læra nýtt og nýta það í starfi þannig að ég er mjög dugleg við að skoða og kynna mér þá tísku sem er í gangi í bransanum hverju sinni. En komandi frá listmálun þá finnst mér voða gaman að koma þeirri tilfinningu fyrir í verkum sem við sinnum undir nafni CREO.

Hver eru þín helstu áhugamál?

Ég veit þetta þrengir ekki niður listann en list af öllum gerðum er efst á lista hjá mér, ég mála, ég teikna, ég hef alltaf haft gaman að búa til skúlptúr. Ljósmyndun er eitthvað sem ég hef haft meiri og meiri ánægju af á síðustu árum og það að kynnast Axel var blessun varðandi það. Hann sýndi mér mun meira en ég hafði áttað mig á í tengslum við ljósmyndun. Og þar sem ég er þrælvön vinnslu í Photoshop þá smell passar þetta allt saman.

Hver er draumurinn?

Án þess að vera alltof væmin, þá er það aðallega bara að eiga góða framtíð með Axel og ná að reka CREO áfram þannig að við getum lifað sæmilegu lífi og hjálpað öðrum á leiðinni.

Tæknimál, hvað notar þú?

Ég er með iPhone 8, hann var eini síminn á markaðnum sem mér fannst passa í hendina á mér (ég er með smáar hendur) þegar það kom að endurnýjun á símanum. Þetta er reyndar fyrsti iPhone síminn sem ég á, hef hingað til bara verið með miðlungs Android tæki, en aldrei flaggskip eins og iPhone’inn virðist vera.

Persónulega tölvan mín er MacBook Air sem ég nota í allt og ekkert, en svo nota ég Windows 10 borðvél þegar vinna þarf myndir og slíkt.

Svo erum við með einn iPad sem ég get notað pennan frá Apple á til að teikna ýmsar hugmyndir á, það er voða gott að geta gleymst sér aðeins í honum af og til, sérstaklega ef það er ekkert til að horfa á í sjónvarpinu.

Eitthvað að lokum?

Verið góð við hvort annað og nágrannann.