Mánudagsviðtalið

Þessa vikuna kynnum við nýjan starfsmann CREO, hana Thelmu Berglindi, sem hefur tekið til starfa og mun annast Social Media hjá okkur eins og Instagram, Facebook ofl. Við ætlum ekki að lengja þetta neitt frekar og gefum Thelmu sjálfri orðið.

Hvar á ég að byrja ?

Thelma Berglind portraitEf þú ert eitthvað lík/ur mér þá ertu forvitin og vilt vita meira um mig heldur en það sem kemur fram  á Facebook. Ég kem fólki oft á óvart og fólk heldur annað hvort að ég sé rugluð eða tengir sjúklega mikið við mig útaf það fólk er létt ruglað. Ég skal svala aðeins forvitni þinni með stuttri kynningu.
Með komandi færslum muntu líka sjá meira og meira hvað er að frétta í þessum stútfulla haus mínum.

En hvað er það sem þú vilt vita? Eitthvað krassandi? Fyndið? Skrítið?
Ég skal henda bara inn nokkrum staðreyndum

  • Trúlofuð manni sem heitir Gunnar.
  • Á 4 börn undir 9 ára.
  • Ólst upp í Grafavogi en bý í Vesturbænum.
  • Er í námi að læra Heilsunuddarann.
  • Er sjúklega sjálfstæð, ofvirk, þrjósk, félagslynd, dugleg, barnaleg, dónaleg, skemtileg og ákveðin stelpa/kona.
  • Er fáránlega náin systkinum mínum.
  • Hef lent í allskonar skít sem ég er þakklát fyrir, því það er það sem gerði mig að MÉR.
  • Á milljón áhugamál eins og til dæmis; Elda, kristallar, vaða, markmið, skipulag, þrífa hjá öðrum, hjálpa fólki, dansa eins og vitleysingur, yoga, hugleiðsla, sweat, föndra, syngja og allt tengt börnunum mínum

Hlakka til að deila hugsunum mínum og plönum með þér og ef þú vilt fylgjast með mér á öðrum samfélagsmiðlum þá heiti ég thelmaberglind alls staðar.