Um gjafirnar

Trúlofunarpakki

Við erum að gefa þrjá pakka til para sem eru að fara að gifta sig, svo kallaðan trúlofunarpakka.
Þetta er pakki sem við erum að skoða að bæta við í verðlistann hjá okkur og langar okkur að taka þessar þrjár tökur sem prufu rennsli á ferlið hjá okkur.

Í þessum prufu tökum sem við erum að gefa verða engar útprentaðar vörur í boði, bara stafrænar myndir, full unnar af okkur. Hægt er þó að fá bókina hannaða og keypta frá okkur.

Í pakkanum sem verður svo í boði verður eftirfarandi:

  • 1 klst myndataka á völdum stað/stöðum
  • Allt að 50 unnar myndir
  • Myndirnar koma í handgerðri “heirloom” bók, leðurbundin með “layflat” hönnun.

Til að eiga möguleika á að vera eitt af þeim þremur pörum sem við munum velja 1. júlí næstkomandi þarftu bara að fylla út formið hér að neðan.

Skráningarform

Brúðkaup dæmi