fbpx
Um Okkur2019-08-19T10:40:46+00:00
CREO Stúdíó

Við erum nýtt nafn með gamla sál

Við höfum verið að í mörg ár undir öðrum nöfnum, þar á meðal okkar eigin sem einstaklingar. Um árabil höfum við unnið undir nafninu AKMyndir en með inntöku nýrri meðlima og skipulagsbreytinga var ákveðið að taka upp nýtt nafn sem lýsir okkur betur en það gamla.

Hópurinn stendur saman af þremur einstaklingum sem stendur. Þú getur fræðst meira um okkur neðar á síðunni.

Hvað merkir CREO

Orðið creo (borið fram: kreó) kemur í okkar tilviki úr latínu og merkir að búa til. Við erum í þessum bransa til að búa til fallegar minningar fyrir fólk, segja sögur með ljósmyndum sama hvort er í brúðkaupi, í stúdíóinu okkar eða úti í náttúru Íslands.

Þess vegna er nafn okkar CREO og nafn þessarar vefsíðu creoljos.is, við búum til sögur með ljósinu.

Hver eru CREO

Axel Rafn
Axel RafnLjósmyndari
Axel Rafn hefur lært ljósmyndun bæði á listabraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga, ásamt því að taka Professional Photography Course hjá New York Institute of Photography í Bandaríkjunum í fjarnámi.

Hann hefur unnið sem ljósmyndari síðan 2013.

Axel er mikill græjukarl og hefur brennandi áhuga á öllu sem við kemur tækni og nýjungum í þeim bransanum.

Svanfríður
SvanfríðurGrafísk vinnsla
Svanfríður, eða Sunna eins og hún er oftast kölluð, hefur alla tíð haft brennandi áhuga á list og að mála og teikna. Alger listaspíra hér á ferð.
Hún er ófaglærð sem ljósmyndari en aðstoðar Axel í tökum með ljósabúnað, aukahluti og annað eins.

Þar að auki er hún Photoshop séní og sér meðal annars um að vinna myndir eftir tökur.

Thelma Berglind
Thelma BerglindMarkaðsstjóri
Thelma Berglind er markaðsstjóri h´ja CREO Ljós og annast Social Media hjá okkur.
Hún er einstaklega dugleg við það sem hún tekur sér fyrir hendur og kallar ekki allt ömmu sína. Þegar hún setur sér takmark eða viðmið þá stenst hún það og meira til.

Skemmtilegur drifkraftur í CREO og akkúrat það sem var pantað.

Sunna Lind
Sunna LindMUA
Sunna Lind, sem oftast gengur undir nafninu Adessa, er 28 ára förðunarfræðingur sem lauk diplóma námi hjá Fashion Academy Reykjavík í Ármúla veturinn 2013.
Áhugi hennar á förðun var brennandi og hafði förðun heillað hana síðan hún var í gaggó og lét hún því drauminn rætast að fara í námið.
Hún hefur síðan tekið að sér lítil verkefni hér og þar.

Sunna er tískufrík og elskar allt sem tengist nýjust tísku, trendum og álíka.

Okkar markmið

Okkar markmið eru að fólk fái fallegar myndir á viðráðanlegu verði. Við leitumst alltaf eftir að veita frábæra og sveigjanlega þjónustu, svo að viðskiptavinir okkar fari sáttir með bros frá okkur.

Við sinnum allskonar verkefnum, hér til hliðar má sjá dæmi um gerðir og fjölda verkefna sem við tökum að okkur.

Okkar trú

Okkar trú er að ljósmyndir eiga heima á hverju heimili. Ljósmyndir eru gluggi inn í fortíðina, leið til að festa minningar á öruggari máta en í minni okkar.
Við trúum því að með því að veita þér bestu mögulegu þjónustu tryggi hamingjusamar minningar til frambúðar, ekki bara fyrir þig heldur afkomendur þína.

0
Brúðkaup
0
Veislur
0
Portrait í stúdíó
0
Portrait úti við
0
Fermingar
0
Fasteignir
“When words become unclear, I shall focus with photographs. When images become inadequate, I shall be content with silence.”

ANSEL ADAMS
“There is only you and your camera. The limitations in your photography are in yourself, for what we see is what we are.”

ERNST HASS
“Black and white are the colors of photography. They symbolize the alternatives of hope and despair to which mankind is subjected.”

ROBERT FRANK